Leirhausinn - Forleikur

Forleikur

Composer: Örn Friðriksson

Hæ, hó hæ hó. því nú er komið nóg.
Leirhausinn að engu orðinn allt í grænum sjó.
Og þó, og þó. hann Leifi lengi bjó,
og Sólunda hét sveitakona sem að lifð' og dó.
Kísiló við stýrið stendur stjórnar öllu hér,
en Gógó miklu meira um menninguna sér.
Og Barón Sjeik er eins og aðrir ágætur í bland,
því efnileg er æskan, sem erfir þetta land.
Dollarinn frá Meinvilling svo mikils virði er,
að maðurinn er merkasti Mývetningur hér.
Og þó, og þó, er þetta meira en nóg.
Í Kjörviði einn ljómandi listamaður bjó.
Hæ, hó. Hæ, hó. Við heimtum frið og ró.
Nú er úti ævintýri allir fengu nóg.
Allir fengu nóg.


Tekur á móti tryggum syni tengda pabbi minn,
eins og gömlum æskuvini. Hanga epli á ættarhlyni
Heldur vildi eg heima sitja og hugsa um mitt bú.
Allt er breytt þvi annar ræður ég er giftur nú.
Mallorca er meira virði en margar ær og kýr

Hleyptu Leifi heimdraganum ég held þú verðir nýr. Hei.
Meira líf og meira fjör og meiri gleðibrag.
Fljúgum hærra, fljúgum hærra. Fljúgum strax í dag.
Enn kviknar ung og teit ástin svo björt og heit
tengjandí tryggðabönd, hönd í hönd.
Indælan ávöxt ber, eins og mun sannast hér
eflandi ættar hag slag í slag.
Víst er hún engri lík æskunnar rómantík,
bölsýnis brýtur hlekk trekk í trekk.
Drekkum því dýra veig. Drekkum í einum teig.
Syngjandi sigurlag. Brúðkaupsbrag.

Tæplega hef ég efni á öllu því sem hún vill fá.
En þú selur en þú bara selur en þú selur fugl.

Seint mun þrjóta okkar auð, eyðslufé né daglegt brauð,
ef við seljum, ef við bara seljum, ef við seljum leir.

Hér stend ég ennþá stöðu minni trúr, og stjórna, eins og fyrr.
Ég þekki alla er kaupa kísilgúr og klapp á þeirra dyr.
það mæðir allt á mér sem mikils verðast er
sem drós og drengir fá.
Dragið tjaldið frá.

Í mínu ríki er enginn angur vær, og allt í fína lagi.
Gróðinn miklu meiri í dag en gær af margvíslegu tæi
sem drós og drengir fá.
Dragið tjaldioð frá.
sem drós og drengir fá.
Dragið tjaldið frá.